139. löggjafarþing — 159. fundur,  7. sept. 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[20:18]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Mig langar að spyrja hana í fyrra andsvari hvort hún deili þeirri skoðun sem fram hefur komið, að krónuútboð Seðlabanka Íslands séu ekki til þess hönnuð að afla margvíslegra og mikilla upplýsinga á eins skömmum tíma og mögulegt er vegna þess að við þau kemur ekki fram hvað öðrum en aflandskrónueigendum finnst.