139. löggjafarþing — 159. fundur,  7. sept. 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[20:18]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta efh.- og skattn. (Lilja Mósesdóttir) (U) (andsvar):

Herra forseti. Ég er þeirrar skoðunar að útboðin tvö sem voru í sumar gefi okkur sama sem engar upplýsingar vegna þess að það var mjög lítið eða takmarkað magn í boði, en þegar magnið á þeim fjármunum sem eiga að fara út úr hagkerfinu er takmarkað fást ekki réttu upplýsingarnar um verðið.

Auk þess held ég að margir aflandskrónueigendur hafi haldið að sér höndum vegna þess að þetta var í fyrsta skipti sem fram fór útboð eftir bankahrunið og margir vildu bara sjá á hvaða verði þessar aflandskrónur voru keyptar. Þær voru keyptar á 218 kr., lífeyrissjóðirnir fengu síðan þessar krónur á 210 og 8 kr. runnu til ríkissjóðs.