139. löggjafarþing — 159. fundur,  7. sept. 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[20:21]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta efh.- og skattn. (Lilja Mósesdóttir) (U) (andsvar):

Herra forseti. Ég geri ráð fyrir því að Seðlabankinn vilji beina þessum fyrirtækjum og einstaklingum inn á innanlandsmarkað þar sem hefur verið offramboð, má eiginlega segja, af lánsfjármagni og fá þá til að endurfjármagna erlend lán í íslenskum krónum.

Önnur ástæða fyrir því að þeir vilja ekki leyfa þessa endurfjármögnun með erlendum gjaldeyri er skortur á gjaldeyri. Þjóðarbúið er mjög skuldsett og það er í raun og veru umframeftirspurn eftir gjaldeyri og ríkið þarf að tryggja sér gjaldeyri til að standa skil á skuldbindingum sínum. Afstaða Seðlabankans segir mér að seðlabankastjóri hafi áhyggjur af endurfjármögnun ríkisins á erlendum lánum.