139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[10:41]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Nú er kominn kunnuglegur mórall í þingsalinn, þessi mórall sem maður finnur stundum í illa öguðum skólastofum á efri stigum grunnskóla einhvers staðar. (GÞÞ: Ekki skamma þá sem eru mættir.)

Það er fráleitt að halda því fram og gefa það í skyn að forsætisráðherra sé með einhverjum hætti að svíkjast undan starfsskyldum sínum með því að vera ekki í salnum. Hv. þm. Ragnheiður Elín Árnadóttir segir að henni sé ekki of gott að eiga hér orðastað við þingmenn. Hvers konar málflutningur er þetta eiginlega? Var ekki fyrsta verk forsætisráðherra þegar þingi var fram haldið eftir hlé að gefa þinginu skýrslu? Ég veit ekki betur en að það hafi verið fyrsta umræðuefnið á þessu háa Alþingi okkar eftir að við komum saman eftir þinghlé. Þó að forsætisráðherra sé ekki komin í þingsalinn í öðrum fyrirspurnatíma á þessum stutta hauststubbi (Forseti hringir.) er það ekkert til að tala um. Menn ættu að nýta tímann betur en að standa í málþófi hér.