139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[10:42]
Horfa

velferðarráðherra (Guðbjartur Hannesson) (Sf):

Hæstv. forseti. Ég velti svolítið fyrir mér þegar ég heyri þessa umræðu í þinginu hvort flokkarnir sem hér komu upp, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, hafi ekki áttað sig á því að það eru öðruvísi stjórnarhættir en þegar foringjaræði þessara flokka var og menn máttu aldrei koma í sal öðruvísi en að þeir vissu hvaða boðskap þeir ættu að bera. (Gripið fram í.) Ég er til dæmis búinn að sitja í fyrirspurnatíma eftir fyrirspurnatíma og við ráðherrarnir ræðum oft um að ef hæstv. fjármálaráðherra og hæstv. forsætisráðherra eru mættir þurfum við ekkert að vera hér. (Gripið fram í: Æ, æ.) Menn spyrja einfaldlega þá eins og þeir eigi að svara fyrir alla málaflokka. Það er bara ekki þannig. Ég bið ykkur að nýta tækifærið, spyrja þá ráðherra sem hér eru sem fara með 3/4 af þeim málaflokkum sem eru undir ríkinu, jafnvel meira, (Gripið fram í.) og ef það dugir ykkur ekki megið þið líka vita að við höfum síma, við hittum ykkur líka á göngum og erum til viðtals. Það þarf ekki endilega að vera í sýningarglugganum hér sem við ræðum við ykkur, hv. þingmenn. Ég bið ykkur um að nýta samskiptin í þinginu til að koma á framfæri þeim skoðunum sem þið hafið. Við eigum að geta átt venjuleg orðaskipti, við getum gjarnan gert það hér en að vera í þeim leik (Forseti hringir.) að kalla eftir fólki þegar þið vitið að hæstv. forsætisráðherra hefur verið í hverri einustu viku (Forseti hringir.) allt síðasta þing í öðrum hvorum tímanum — (Gripið fram í: Nei.) Jú, það er nánast þannig. (Gripið fram í: Nei.)