139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

álver í Helguvík.

[11:10]
Horfa

Þráinn Bertelsson (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég kann því heldur illa að vera áminntur um að gæta orða minna og þess vegna ætla ég að finna orðum mínum stað. Ég sagði um ræðu starfandi menntamálaráðherra sem stendur hér, nýbúin að slátra Kvikmyndaskóla Íslands, (Forseti hringir.) og talar um að … (Forseti hringir.)

(Forseti (RR): Hv. þingmaður. Ég bið þig um að ræða fundarstjórn forseta, ekki efnislega um það sem hér hefur farið fram.)

Virðulegi forseti. …

(Forseti (RR): Hv. þingmaður var áminntur vegna þeirra orða sem hann lét falla í garð hæstv. menntamálaráðherra á meðan menntamálaráðherra talaði og við það stendur forseti.)

Virðulegi forseti. Ég er að finna orðum mínum stað.

(Forseti (RR): Um fundarstjórn forseta.)

Um fundarstjórn forseta, um þau orð sem forseti lét falla í minn garð. Ég er að reyna að útskýra fyrir þingheimi að þessi orð hafi verið hárrétt og síst ofmælt. Það er réttur minn sem þingmanns. Ég má bera af mér sakir.