139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

fundarstjórn.

[11:29]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Að mínu mati er of langt gengið af hæstv. forseta að gera athugasemd við innskot hv. þm. Þráins Bertelssonar í tengslum við ræðu hæstv. menntamálaráðherra varðandi klúður í kvikmyndaskólamálum á heimsmælikvarða. Það var allt of langt gengið. Þar fyrir utan var mjög óeðlilegt að hrekja þingmanninn úr ræðustóli þegar hann vildi bera af sér sakir.