139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

fundarstjórn.

[12:14]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég ítreka vegna orða hv. þm. Sigurðar Inga Jóhannssonar að þó að beiðni hans hafi komið fram fyrir tveimur mánuðum þá var hún ekki samþykkt fyrr en á fundi 11. ágúst vegna þess að slík beiðni um opinn fund verður að koma fyrir viðkomandi nefnd og nefndin að taka afstöðu til þeirrar beiðni svo að það er innan við mánuður frá því að hv. sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd samþykkti þessa beiðni um opinn fund. Eins og ég hef gert grein fyrir er sú beiðni í farvegi og á ég von á að fá niðurstöðu mjög fljótlega um hvenær slíkur fundur verður haldinn.