139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

fullnusta refsinga.

727. mál
[15:03]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Fátt er jafnalvarlegt í mannlegu samfélagi og að svipta fólk frelsinu. Það er gert í refsingarskyni þegar einstaklingar fara svo á svig við lög að í raun stafar hætta af, og líka í betrunarskyni. Í nútímanum eru flestir sammála um að leggja meiri og aukna áherslu á betrunarþáttinn, að skylda okkar og hagsmunir liggi í því að gera fólki kleift að aðlagast samfélaginu, verða sjálfstæðir einstaklingar sem standa á eigin fótum, fylgja reglum og freista þess að beisla hamingjuna að nýju. Þetta mál eykur úrræði okkar til að beita manneskjulegri aðferðum í því skyni að betra þá sem framið hafa glæpi. Þetta er mikilvægt skref fyrir fanga og ekki síst fjölskyldur þeirra og þannig samfélagið allt.