139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:18]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er í sjálfu sér ekki miklu við fyrra svar mitt að bæta í þessum efnum. Ég held að við séum í sjálfu sér ekki neitt ósammála. Það liggur fyrir að þingræðisreglan hefur verið við lýði hér í áratugi, rúmlega 100 ár, en það er verið að undirstrika þá reglu með þessu en ekki draga úr henni.

Það er þannig að þingmeirihlutinn ber ábyrgð á ríkisstjórninni, hún situr í umboði hans. Ef ríkisstjórnarmeirihluti metur það svo að hún hafi ekki þingstyrk til að gera breytingar á ráðherraskipan sinni gerir hún það ekki. Það að setja þetta mál allt í tengsl við slíkt atriði sem legið hefur fyrir mjög lengi, og er í raun ekki verið að gera neina breytingu á, er algjört aukaatriði.