139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:32]
Horfa

Þór Saari (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Miðað við þann fjölda breytinga sem koma fram í breytingartillögum meiri hlutans, þ.e. þá 18 töluliði, er ekkert óeðlilegt að ekki sé full sátt um allar þær breytingar. Þess vegna eru þrír þingmenn með fyrirvara á þessu máli. Við erum með fyrirvara vegna mismunandi atriða í þessum breytingartillögum sem við leggjum mismunandi áherslu á. Sum vilja einfaldlega ekki sjá að breytingartillögurnar nái fram að ganga.

Það kemur væntanlega í ljós við atkvæðagreiðslu hvernig þær breytingartillögur fara. Mér finnst mjög mikilvægt að allar þessar breytingartillögur nái fram að ganga en það er alls ekkert óeðlilegt þegar gera á svona viðamiklar breytingar á Stjórnarráðinu og jafnvel róttækar að fólk sé ekki alveg fyllilega sammála. Ég held að það sé bara fyllilega eðlilegt en í nafni opinnar og gegnsærrar stjórnsýslu vona ég að þær nái fram að ganga.