139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

frumvarp um Stjórnarráðið.

[11:00]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Látið hefur verið að því liggja, a.m.k. við 1. umr. og að einhverju leyti við 2. umr., að frumvarpið snúist um að sú sem hér stendur geti komið einum ráðherra út úr ríkisstjórninni, að allt frumvarpið snúist um það mál. Nú liggur það hreinlega fyrir og var samþykkt í tíð Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks — alla vega er stutt síðan, það gæti hafa verið í tíð Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks (Gripið fram í.) — að hægt væri með forsetaúrskurði að breyta ráðuneytum og þar með hefði ég getað sameinað þau ráðuneyti sem um er að ræða í atvinnuvegaráðuneyti sl. tvö og hálft ár. Ég hef bara ekki gert það. Það staðfestir að málið snýst ekkert um það sem hv. þingmenn reyna að bera á borð.

Sem betur fer finn ég í umræðunni að þetta mál nýtur breiðari stuðnings en hjá stjórnarliðum vegna þess að Hreyfingin hefur lýst stuðningi við málið. Við skulum vona, (Gripið fram í.) hv. þingmaður, að þetta mál eigi greiða leið í gegnum þingið.