139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

vatnalög.

561. mál
[11:10]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tek undir þau orð að það gekk vel í iðnaðarnefnd að leiða málið farsællega til lykta. Hér kom athugasemd úr sal hvort ekki væri rétt að stjórnarráðsmálið færi til iðnaðarnefndar, við gætum væntanlega náð að (Gripið fram í.) leysa það mál. Ég tek heils hugar undir þá athugasemd.

Hér er um merkt mál að ræða, við leggjum til hliðar miklar deilur sem staðið hafa lengi. Mig langar að biðja hv. formann nefndarinnar að velta því fyrir sér hvort komið hafi fram einhver athugasemd í umræðunni sem kalli á að nefndin komi saman milli 2. og 3. umr. Ég er ekki viss um að svo sé en ég bið hv. formann að upplýsa okkur um það. Ég ætla ekki að fara fram á það sérstaklega en hv. formaður nefndarinnar hefur fylgst með umræðunni í þaula. Ég legg til að málið verði samþykkt eins og það liggur fyrir.