139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

vatnalög.

561. mál
[11:11]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég ætla að greiða atkvæði með þessu frumvarpi. Það er áfangasigur. Reynt var á Alþingi að breyta vatnalögunum frá 1923 í grundvallaratriðum og styrkja einkaeignarrétt á vatni. Það tókst ekki. Þeirri atlögu var hrundið og áherslan í þessu frumvarpi er á hagnýtingu, á nýtingu vatnsins, ekki styrking á einkaeignarréttarákvæðum. En það eru önnur lög sem þarf að breyta, þau sem snúa að einkaeignarréttinum á vatni. Það tel ég vera verstu lagasmíð sem samþykkt hefur verið á Alþingi um áratugaskeið, þ.e. lögin frá 1998 um rannsóknir á auðlindum í jörðu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Við erum að hefja mikilvæga vegferð, við höfum unnið mikilvægan varnarsigur í þágu almannaréttar. (Forseti hringir.) Þeirri vegferð er ekki lokið en hún er hafin. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)