139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

vatnalög.

561. mál
[11:19]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Ég sit hjá við atkvæðagreiðslu um þetta ákvæði vegna þess að hér er gert ráð fyrir framsali á réttindum til 65 ára. Ég get ekki samþykkt það af þeirri augljósu ástæðu að það getur enginn átt náttúruna eða auðlindir hennar nema þjóðin í heild sinni á Íslandi. Það er ekki hægt að stíga frekar þetta skref í átt að einkavæðingu á auðlindum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)