139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

lengd þingfundar.

[11:29]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég hef áður kvartað undan skipulagsvanda þingsins. Það sem við ræðum hér er ekkert annað en vandi við að skipuleggja verk. Þetta er ekki nógu vel skipulagt á þinginu og ég hef lagt til áður að forsætisnefnd ráði til sín verkfræðinga sem setji upp verkferla.

Þá er þetta líka spurning um samráðsleysi. (Gripið fram í.) Það er núna fyrst sem samráðið hefst í málum sem menn hafa haft hálft ár til að hafa samráð um, jafnt við stjórnarandstöðu sem aðra í þjóðfélaginu. Svo snýr þetta líka að fjölskyldunum. (Gripið fram í: Já!) Margir þingmenn eiga lítil börn og það er óhæfa, frú forseti, að hegða sér svona gagnvart fjölskyldunum. Ég segi nei. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)