139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

viðvera ráðherra við umræður.

[15:39]
Horfa

Róbert Marshall (Sf):

Virðulegur forseti. Það er sjálfsagt að óska eftir viðveru forsætisráðherra við umræðuna en auðvitað ræður hún því sjálf hvort hún gerir það eða ekki.

Það er svolítið athyglisvert að núna er Sjálfstæðisflokkurinn farinn að verja sjálfstæði þingsins, sem er mjög merkilegt í ljósi sögunnar. Í frumvarpinu er einmitt til umræðu hvernig skipting milli framkvæmdarvaldsins og löggjafarvaldsins skuli vera. Þá allt í einu geta sjálfstæðismenn ekki rætt þetta mál án þess að ávarpa forsætisráðherra beint eins og forsætisráðherra sé einhvers konar yfirvald í þessu máli, sem er það alls ekki. (Forseti hringir.) Þingið er það. (Gripið fram í.) Þingið er það.