139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

viðvera ráðherra við umræður.

[15:39]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég þakka 5. hv. þm. Norðvest. fyrir stuðning sinn við sjónarmið mín í þessu efni. Það er engin þingleg krafa um að ráðherra sé í salnum þótt forseti beri auðvitað þau boð til hans að einstakir þingmenn óski eftir því. Hann ræður þá hvort hann vill vera við því eða ekki.

Þinglegt forræði málsins er hjá formanni þeirrar nefndar sem hefur fjallað um það. Hann hefur flutt framsöguræðu fyrir áliti meiri hlutans. Menn eiga kröfu á að sá formaður sé hér viðstaddur eða staðgengill hans að öðrum kosti.

Meðan við erum að þrefa um þetta legg ég eiginlega til að forseti setji af stað sérstaka rannsókn um hvernig hv. þm. Einar K. Guðfinnsson hafi staðið sig í þessu á ráðherraferli sínum, hversu lengi hann hafi verið viðstaddur og í hvaða hlutfalli af þeim umræðum sem farið hafa fram um þau mál sem hann (Forseti hringir.) hefur sjálfur borið fram í þinginu.