139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[16:37]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg ljóst að þetta frumvarp mun engu breyta um það. Þetta frumvarp lýtur fyrst og fremst að breytingum á stjórnsýslunni hjá framkvæmdarvaldinu, sem er mjög gott.

Við þurfum hins vegar að bæta vinnubrögð okkar í þinginu. Ég er og hef verið sammála mörgum athugasemdum sem hv. þingmaður hefur komið fram með, m.a. varðandi hvernig við stöndum að fjárlögunum. En ég held að það leysi engan vanda að færa ákvörðunarvaldið frá löggjafanum, frá Alþingi til framkvæmdavaldsins. Það er það sem ég var að reyna að benda á í ræðu minni og vitnaði þá í hina svokölluðu safnliði sem mörgum eru nú þyrnir í augum. Ég er algjörlega ósammála því að færa þá til framkvæmdarvaldsins líkt og ákvörðun um það hvernig ráðuneytin skulu skipuð og skilja þar af leiðandi Alþingi eftir.