139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[18:41]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er spurning hvenær dagskrá eða niðurstöður ríkisstjórnarfunda eru birtar. Ég held að við fáum öll niðurstöður sem skipta máli, þær koma alltaf samdægurs og jafnvel þegar ráðherrarnir hlaupa út úr ríkisstjórnarherberginu.

Eins og þingmaðurinn gat um er ekkert um það í þessu frumvarpi hvenær eigi að birta þessar fundargerðir. Það var hins vegar í upplýsingalögunum, ég held ég fari rétt með, virðulegi forseti, og þar minnir mig að lagt sé til eitt ár, ég þori ekki að fullyrða það, eða voru þau fjögur?