139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[19:31]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svörin. Vegna þeirra breytinga sem ítrekað hafa gerðar verið á lögum um Stjórnarráðið undanfarin ár, þær hófust 2007 og svo aftur í þrígang í tíð þessarar ríkisstjórnar, og vegna þeirra breytinga sem lagðar hafa verið til, t.d. varðandi atvinnuvegaráðuneyti og fleiri þætti sem snúa að skipulagi stjórnsýslunnar, langar mig til að spyrja hv. þingmann, af því að hann situr í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, hvort það væri kannski til eftirbreytni fyrir okkur í þinginu þegar um þess háttar breytingar er að ræða og eins varðandi samspil nefnda og störf þingsins, að frumvarp af þessum toga væri rætt víðar en í allsherjarnefnd.

Rétt áðan ræddum við tengslin við annað frumvarp í allsherjarnefnd en lög um Stjórnarráðið tengjast störfum þingsins á svo margan máta. Telur hv. þingmaður að æskilegt væri að þessi mál væru rædd víðar og menn gæfu sér, eins og ég segi enn og aftur, meiri tíma til að klára málið?