139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

fundarstjórn.

[20:18]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F):

Frú forseti. Ég vil taka undir með þeim sem hér hafa talað. Það er alveg með ólíkindum að á þessum tveggja vikna þingstubbi skulum við ræða stjórnarráðsmál sem ekki er samkomulag um í ríkisstjórninni, reyndar algjört ósamkomulag, og hefur komið fram mikil gagnrýni á. Á sama tíma bíða fjölmörg mikilvæg mál sem skipta sannarlega gríðarlegu máli fyrir fjölskyldurnar og fyrirtækin í landinu. Óverðtryggð íbúðalán. Gjaldeyrishöftin, hvar eru þau? Svona mætti áfram telja.

Það er ekki nema von að menn velti því fyrir sér hvaða rök búi að baki því að sitja hér fram eftir kvöldi til að ræða þessi mál. Menn eru tilbúnir að ræða þau mál sem skipta raunverulega máli fyrir heimilin í landinu. Maður skyldi ætla að hæstv. forsætisráðherra hefði í í eina tíð, áður en hún (Forseti hringir.) varð forsætisráðherra, verið tilbúin að forgangsraða í þágu heimila og fyrirtækja í þessu landi.