139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:15]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (andsvar):

(MÁ: … spennandi.) Hæstv. forseti. Ég sé enga ástæðu til þess eins og ég haf margítrekað að þetta mál sé afgreitt á þessu septemberþingi. Ég held líka að það þurfi að kalla eftir (Gripið fram í.) forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar á hvaða mál þarf að afgreiða og skipta máli fyrir fjölskyldurnar í landinu.

Hv. þingmaður velti fyrir sér af hverju ríkisstjórnin legði svo mikið ofurkapp á að þetta tiltekna frumvarp yrði samþykkt í snarhasti. Ég held að tilgangurinn blasi við: Svo að sé hægt að gera breytingar á ríkisstjórninni. Tilgangurinn er auðvitað sá að geta lagt niður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og greiða fyrir aðildarviðræðum við Evrópusambandið.