139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:22]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Merði Árnasyni fyrir skýra og greinargóða ræðu. Ég er ekki alveg sammála þeim sem talað hafa um að það séu mörg mikilvæg mál á dagskrá á þessum septemberstubbi. Ég hvet menn til að lesa yfir þau 32 mál sem eru á dagskrá. Hvaða mál mundu helst nýtast fólkinu í landinu? Jú, húsnæðismálin. Við skulum tala um þau.

Þarna eru annars áfengislög, skýrara bann við auglýsingum, Þjóðminjasafn Íslands, safnalög, Landsbókasafn, friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Það er nú það sem er í forgangi hjá ríkisstjórninni. Fólkið í landinu? Það er fullkomið aukaatriði.

Þráhyggjumál hæstv. forsætisráðherra sem við ræðum (Forseti hringir.) hefur ekkert að gera með hagsmuni þjóðarinnar, því miður. Ekki neitt.