139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:28]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Hv. þm. Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem telur sig vera eins konar yfirforseta Alþingis, (Gripið fram í.) telur að hér hafi ekki verið um málþóf að ræða, hvorki í umræðunni um Árósafrumvörpin né í umræðunni um gjaldeyrishöftin og ekki í litlu umræðunni um vatnalögin þegar þingmenn hennar tóku á sprett, og heldur ekki í þessari umræðu um Stjórnarráðsmálið þar sem búið er að tala í svona — ætli það sé ekki búið að tala í 200 eða 300 klukkustundir í þessari umræðu? Það sem lyktar eins og málþóf, hljómar eins og málþóf og lítur út eins og málþóf er alla jafna málþóf.