139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[22:32]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, þetta er stuttur tími.

Þetta birtist mér þannig að þegar þingmannanefndin var að vinna komu niðurstöður frá nefnd sérfræðinga sem hæstv. forsætisráðherra skipaði og var að mínu mati ætlað að hafa áhrif á það hvaða niðurstöður kæmu úr nefndinni. Hér virðist það sama vera gert. Í stað þess að fara að þeim tillögum sem fóru í gegnum þingið er reynt að koma inn allt öðrum breytingum, allt öðrum hugsunarhætti. Ég get ekki séð að þessu frumvarpi, eins og því er teflt fram, sé ætlað að skýra skilin á milli löggjafans og framkvæmdarvaldsins og því er sérstaklega ekki ætlað að minnka oddvitaræði sem mikið var talað um hér síðastliðið haust.