139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[22:38]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Fyrir ríkisstjórn sem virðist fyrst og fremst hugsa um það hvernig hlutirnir hljóma og líta út á við skiptir það öllu máli hvort ráðherra er skipt út með því að hæstv. forsætisráðherra fari og fái pönnukökur á Bessastöðum og biðji forsetann um að grípa inn í og henda ráðherranum út eða hvort hæstv. forsætisráðherra fái heimild til þess að flytja til verkefni eða sameina ráðuneyti og mynda atvinnuvegaráðuneyti, eins og til stóð í upphafi. Það hefur allt annað yfirbragð en hin aðgerðin og yfirbragð er það sem allt snýst um hjá núverandi ríkisstjórn. Hæstv. forsætisráðherra kemur og talar um að færa vald til fólksins með 2. gr. Það er annað dæmi um orðalag sem hljómar vel. En hver er raunin? Það er ekkert frekar verið að færa vald til fólksins með 2. gr. en með núverandi fyrirkomulagi. (Forseti hringir.) Það er sitt hvað orðanna hljóðan, sem ríkisstjórnin reynir svo mikið að beita, (Forseti hringir.) og raunin þar að baki.