139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:36]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Nú vantar klukkuna 20 mínútur í tólf og enn eru fjöldamargir á mælendaskrá og ræðutími er rúmur. Ég hygg að nauðsynlegt sé að fá það fram hjá hæstv. forseta hvað hann hyggist halda þingfundi lengi áfram í kvöld, hvort til standi að halda áfram fram yfir miðnætti. Ég vek athygli á því að í þeirri atkvæðagreiðslu sem haldin var, um lengd þingfundar í dag, var gert ráð fyrir að fundir standi lengi í dag. Ég lít svo á að sá fundur geti ekki staðið fram yfir miðnætti og ég vil fá skýringar hjá hæstv. forsætisráðherra á því hvað hann hyggst fyrir, hvort til standi að ræða þetta mál langt fram á nótt og hvort eitthvert samkomulag sé um það milli þingflokksformanna.

Ég bið hæstv. forseti að svara því skilmerkilega hvaða fyrirætlanir eru á ferð — og ég vil taka það fram strax að ég tel algerlega ótækt að haldið sé áfram með þingfund fram á nótt.