139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:38]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég óska eftir því að forseti velti fyrir sér, og upplýsi það þá, hversu lengi eigi að halda áfram. Það hefur ekki verið rætt, í það minnsta ekki við þingflokksformenn, hversu lengi eigi að halda áfram í nótt. Enn eru mjög margir á mælendaskrá. Ég geri ráð fyrir að það séu 10 til 15 manns sem eiga jafnvel eftir að tala, án þess þó að ég viti það nákvæmlega. Ég teldi því mikilvægt að fá að vita hversu lengi við höldum áfram því að þá þurfum við að gera ráðstafanir, við þurfum að fara fram á að hæstv. forsætisráðherra verði við þessa umræðu og það þarf að gera henni viðvart ef við ætlum að vera hér langt fram eftir morgni. Það er ljóst að viðveru verður krafist.

Við þurfum líka að fá það á hreint hvað forseti hyggst gera. Það þarf þá að gera þingmönnum á mælendaskrá viðvart, þeir eru hugsanlega á skrifstofum sínum eða að fylgjast með annars staðar.