139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:52]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég verð að lýsa vonbrigðum mínum með að frú forseti bæti ekki um betur og virði okkur þingmenn í það minnsta svars. Hæstv. forseti sem var hér fyrr í kvöld reyndi þó að koma með svör við því, hún sagði að umræður mundu halda áfram, en núverandi hæstv. forseti hefur ákveðið að virða okkur að vettugi og mér eru það ólýsanleg vonbrigði.

Eins vil ég taka undir hversu ósmekkleg ummæli hv. þm. Róberts Marshalls voru þegar hann lýsti umræðum á hinu háa Alþingi sem innihaldslausu þvaðri. Ég verð að segja það enn og aftur að mér finnst það koma úr hörðustu átt, frá musteri umræðu- og samræðustjórnmálanna.