139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:53]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég get ekki orða bundist vegna innkomu hv. þm. Róberts Marshalls áðan. Það má vel vera að honum þyki ekki þörf á að ræða þetta mál en það er algerlega ljóst að það liggur mikið á mönnum að fjalla um það. Það er alveg sérstaklega mikil vanvirðing og dónaskapur að rjúka upp í stól eins og ég veit ekki hvað og lýsa því yfir að þetta sé innihaldslaust þvaður og blaður, vitleysa og bull og annað slíkt, það sýnir ekki mikla virðingu fyrir málfrelsinu. Hv. þm. Róbert Marshall sagði orðrétt að þetta væri innihaldslaust þvaður. (Forseti hringir.)