139. löggjafarþing — 161. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[00:10]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langar til að spyrja hæstv. forseta. Hæstv. forseti sagði áðan að eitthvað yrði haldið áfram. Síðan höfum við heyrt það frammi að tveir eða þrír ræðumenn í viðbót mundu taka til máls, einn jafnvel. Mig langar að spyrja hæstv. forseta hvort forseti kannist við að það sé planið að tveir eða þrír ræðumenn til viðbótar tali í kvöld.