139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[12:34]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það var fjöldi aðila sem brást. Matsfyrirtækin gáfu gott mat á bankana, lánveitendur lánuðu bönkunum peninga þótt það væri mjög óskynsamlegt, bankastjórarnir brugðust og stjórnmálamennirnir brugðust. En í allsherjarnefnd er tekið fram, eins og ég las, að þingmannanefndin segi að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu. Mér þótti leiðinlegt að taka þetta orð mér í munn en þótt ég segi að einn aðili hafi brugðist, t.d. Fjármálaeftirlitið, Seðlabankinn eða þeir aðilar sem áttu að standa vörð um þessi atriði, þá er að sjálfsögðu ekki þar með sagt að allir aðrir séu saklausir, alls ekki.

Ég er búinn að taka á mig ákveðna sekt í lagasetningu. Ég er búinn að biðjast afsökunar á því, frú forseti.