139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[14:45]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla ekki að leggjast í það að vera að einbeita mér að stöðu ákveðinna ráðherra í þessari umræðu. Það var inntakið í ræðu minni.

Varðandi það hvort henda þurfi þessu máli og byrja upp á nýtt þá er auðvitað margt í frumvarpinu sem er ágætt og er góður grunnur. En þar sem ég sé ekki að það liggi þvílíkt á að lögfesta frumvarpið tel ég rétt að taka þetta mál aftur inn í nefnd og fara betur yfir það, sérstaklega í ljósi þeirra punkta sem ég rakti í máli mínu: Erum við hér með fullnægjandi hætti að koma til móts við þær ábendingar sem birtast okkur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og í skýrslu þingmannanefndarinnar?