139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[15:02]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Unnur Brá Konráðsdóttir hélt ágæta ræðu áðan og fjallaði um hvernig hún sæi þetta frumvarp, hvað væri jákvætt í því og hvað væri neikvætt. Sá sem hér stendur fór í andsvar og vildi spyrja hv. þingmann nokkurra spurninga og var með vangaveltur og ætlaði að kalla eftir frekari upplýsingum um hvað hv. þingmanni þætti um einstök atriði frumvarpsins, stefnu og strauma sem þar eru lagðir. Það sem gerðist þá er nýr liður sem hefur verið tekinn upp, þ.e. andsvör við andsvörum. Svo bar við að hv. þm. Mörður Árnason reyndi ítrekað að vera í andsvörum við þann sem hér stendur úr sæti sínu þannig að ekki var mögulegt að beina fyrirspurnum til hv. þm. Unnar Brár Konráðsdóttur. Ég vil beina því til hæstv. forseta að beita sér fyrir því að menn séu í andsvörum við þá sem halda ræðu hverju sinni en ekki við þá sem eru í andsvörum.