139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[15:05]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Til að svara umkvörtunum hv. þm. Ásmundar Einars Daðasonar sem kom hingað upp og bar sig aumlega undan frammíköllum úr sal þá voru hv. þm. Mörður Árnason og sá sem hér stendur að reyna að fá upplýsingar um í hvaða ummæli hv. þm. Atla Gíslasonar hann vitnar ítrekað þegar hann fjallar um þau mál sem hér eru til umræðu. Hann gerði það í andsvörum og hefur gert það ítrekað í umræðum og auðvitað vilja menn fá að vita hvar þau ummæli féllu vegna þess að hv. þm. Atli Gíslason gegndi ákveðnu hlutverki í þeirri vinnu sem vitnað er til. Í ljós hefur komið að það var í óformlegum samtölum á göngum. Það er gott að vita til þess ef hv. þm. Atli Gíslason hefur fengið sérstakan talsmann í þinginu. (MÁ: Má ég bera af sakir?)

(Forseti (SF): Forseti telur að engar sakir hafi verið bornar á hv. þingmann.)