139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:30]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Þetta var sannarlega áhrifamikil ræða og ég dáist að hv. þingmanni að geta komið hér í stólinn og flutt svona ræðu nánast blaðlaust.

Mig langar að spyrja hann, af því að hann fór svona yfir sviðið, og rakti gallana í íslensku samfélagi undir þessari svakalega vondu stjórn, hvernig ástandið sé í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, sem búa við mjög svipað fyrirkomulag og gert er ráð fyrir í því frumvarpi sem eftir allt saman og að lokum var til umræðu, þó að hv. þingmenn geti auðvitað ekki bundið sig í svo þröngan ramma. Sem sé Noregur, Svíþjóð og Danmörk, er þar jafnsvakaleg miðstýring og einræðistilburðir og hér eru hafðir uppi?