139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:58]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ætla að höggva í sama knérunn og hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Ég held að mjög mikilvægt sé að gera sér grein fyrir því að til eru mikilvæg mál og til eru brýn mál. Mikilvægu málin krefjast umræðu en oft og tíðum skiptir ekki máli hvort hún fer fram á miðvikudegi, þriðjudegi eða fimmtudegi.

Mig langaði til að bæta við þetta að það er náttúrlega algjörlega óþolandi að vera á Alþingi í ræðum og andsvörum og um fundarstjórn forseta og þurfa alltaf að sitja undir þessum skætingi í hv. þm. Róberti Marshall. Það er eins og hv. þingmaður sé búinn að gefa sér einhvern standard um hvað megi og hvað megi ekki og síðan kemur hann og messar yfir þingmönnum. Þetta er bara lítilsvirðing.