139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[18:02]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Mig kann að hafa misheyrst áðan en ég heyrði ekki betur en hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefði athugasemdir við svipbrigði þingmanna í þingsal á meðan ræðuhöld færu fram. (Gripið fram í: Forseta.) Ef til vill hefur mér misheyrst en hugsanlega væri mögulegt að fá einhver sýnishorn af þeim svipbrigðum sem hv. þingmaður vill ekki sjá í salnum.