139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[18:03]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta allshn. (Birgir Ármannsson) (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Í þessari stuttu umræðu hafa komið fram nokkuð ólík sjónarmið þingmanna um hversu brýnt þetta mál er sem er á dagskrá og hvort önnur mál eigi að koma á dagskrá í staðinn. Nú vil ég segja að fyrir liggur auðvitað að við þingmenn Sjálfstæðisflokksins að minnsta kosti og að ég hygg þingmenn Framsóknarflokksins líka, erum reiðubúnir til að taka þetta mál til ítarlegrar umræðu ef það er staðföst ætlan forseta að halda málinu á dagskrá. Við teljum að í því séu fjölmörg atriði sem þurfi að ræða ítarlega. Ég bendi á að enn vantar svör við mjög mörgum af þeim spurningum sem við höfum varpað fram í umræðunum.

Hitt er svo annað mál og engin mótsögn í því fólgin að við teljum að önnur mál ættu að fá meiri forgang í þinginu, en það er ákvörðun (Forseti hringir.) forseta þingsins að taka þetta mál fram fyrir, ekki okkar.