139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[18:04]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta allshn. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég sé mig knúna til að koma upp í annað sinn til að útskýra það sem hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson fór yfir um fundarstjórn forseta. Það barst nefnilega símtal um það þegar ræðumaður var í stól áðan og hv. forseti geiflaði sig með þvílíkum ólíkindum og þvílíkum vandlætingarsvip að eftir því var tekið á landsvísu. Það vill nefnilega þannig til að hér er allt í beinni útsendingu.

Ég vil ítreka það sem hér hefur komið fram: Er ekki rétt að taka þetta mál af dagskrá, fara að ræða hin brýnu mál sem snúa að atvinnuuppbyggingu og fjölskyldum í landinu í stað þess að eyða tíma þingsins í þetta stjórnarráðsfrumvarp sem enginn samstaða er um? Hér þrjóskast hæstv. forsætisráðherra við það eina ferðina enn, frú forseti, að koma máli í gegnum þingið sem engin samstaða er um. Virðulegur hæstv. forsætisráðherra hefur engan (Forseti hringir.) samningsvilja til þess að setja brýn mál í forgang, í stað þess er hún (Forseti hringir.) að uppfylla sín innstu gæluverkefni.