139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[18:32]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta allshn. (Birgir Ármannsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nokkur atriði í ræðu hv. þm. Álfheiðar Ingadóttur gefa tilefni til athugasemda og spurninga. Í fyrsta lagi var auðvitað athyglisvert sem fram kom í máli hv. þingmanns varðandi þá breytingartillögu meiri hlutans sem lýtur að hljóðritun á ríkisstjórnarfundum. Þetta eru svipuð sjónarmið og komu t.d. fram í máli hv. þm. Valgerðar Bjarnadóttur fyrr í umræðunni og ég hygg að fleiri í meiri hlutanum í allsherjarnefnd hafi haft svipaðar áhyggjur og lesa má út úr ræðum þessara tveggja hv. þingmanna sem standa að nefndaráliti og breytingartillögum með fyrirvara. Ég get þess líka að við í minni hlutanum gerðum athugasemd við þetta.

Ég vildi spyrja hv. þingmann um 2. mgr. 4. gr., og þá breytingartillögu sem meiri hlutinn leggur til varðandi hana þar sem fellt er út (Forseti hringir.) ákvæði um að hvert ráðuneyti skuli lagt óskipt til eins ráðherra. Ég vildi spyrja hv. þingmann um (Forseti hringir.) hvaða raunverulegu breytingar þessi tillaga meiri hlutans getur haft í för með sér.