139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[11:50]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Hér stendur yfir málþóf og það viðurkenna sumir sjálfstæðismenn sem eru heiðarlegri en aðrir. Jón Gunnarsson lýsti því yfir í gær og það er sjálfsagt að Pétur Blöndal og aðrir hv. þingmenn sem kvarta yfir þessari einkunnagjöf fari og hlusti á Jón Gunnarsson þegar hann talaði um það að hann væri í málþófi með sínum flokki og hinum stjórnarandstöðuflokknum, hinum málþófsstjórnarandstöðuflokknum. Það er þannig að 16, nei, bíddu nú við, hvað eru þeir margir, ég held 13 af 16 (Gripið fram í.) — það hafa nú orðið skipti á þingmönnum í flokknum, kominn inn afturbataþingmaður í staðinn fyrir ágætan þingmann sem hvarf — hafa talað í 40 mínútur um málið og þrír held ég í 20 mínútur í viðbót í 2. umr. Sex af níu framsóknarmönnum hafa talað hér í 40 mínútur. Þetta er málþóf, enda viðurkennir formaður þingflokks sjálfstæðismanna, hv. þm. Ragnheiður Elín Árnadóttir, að þau beiti excel-skjölum við þingflokksstjórnina í sínum flokki (Forseti hringir.) og hrósa sér af því. Af hverju er verið að væla undan þeirri einkunnagjöf hvort sem hún kemur fram hér úr stólnum eða frá fjölmiðlum á Íslandi?