139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[11:52]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil að hv. forseti grípi inn í þegar menn byrja að alhæfa um það að þingmenn séu að beita málþófi. Þeir verða þá alla vega að undanskilja þá sem ekki eru í málþófi sem eru velflestir, því mér finnst flestar ræðurnar hafa verið mjög málefnalegar og góðar og þær hafa varpað nýju ljósi á það viðamikla mál sem við erum að ræða. Þó að hv. þm. Merði Árnasyni þyki þetta ómerkilegt þá er þetta mjög viðamikið mál sem þarf að ræða mjög ítarlega. Flestallir þingmenn eru sammála um það sem tekið hafa þátt í umræðunni nema hv. þingmaður. Ég vil að herra forseti, út af forminu, geri athugasemd við svona alhæfingar.