139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

lengd þingfundar.

[15:14]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hæstv. forsætisráðherra kom hingað upp og lýsti því yfir að það væri ekki rétt að hún væri sú eina sem hefði ekki sýnt vilja til að leysa úr málum á fundum formanna og vísaði því til hæstv. fjármálaráðherra að hann staðfesti að sú væri raunin. Ég veit ekki hvort hæstv. fjármálaráðherra á að staðfesta að hann hafi ekki heldur viljað sýna samstarfsvilja til að greiða fyrir störfum þingsins. Staðreynd málsins er sú að það bíða rúmlega 50 mál. Stjórnarandstaðan hefur gefið eftir að nánast öllu leyti, verið tilbúin að hleypa um 50 af þessum málum mjög hratt í gegn — (Gripið fram í: Nú!) um 50 málum en tvö mál eru þess eðlis … [Kliður í þingsal.] Akkúrat — hér kallar einn hv. þingmaður fram í: Af hverju tökum við þau mál ekki á dagskrá? (Gripið fram í: Þá skulum við taka þau.) Nákvæmlega, þá skulum við taka þau á dagskrá. Í stað þess að láta alla umræðuna hér snúast um aðeins eitt mál, hið sérstaka áhugamál hæstv. forsætisráðherra um að auka völd sín. (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Greiðum atkvæði núna.) (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Forseti biður um hljóð í þingsalnum.)