139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

lengd þingfundar.

[15:20]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við ræðum tillögu um að framlengja þennan þingfund óákveðið inn í nóttina. Í sjálfu sér kveinka ég mér ekkert undan því, en ég er að hugsa um alla þá hv. þingmenn sem eiga fjölskyldur heima og hafa ekki séð börnin sín í marga daga. Þetta er skipulagsleysi sem ég legg til, og hef margoft lagt til, að menn færu nú að vinna bug á. Það er miklu betra að semja um þessi mál fyrir fram, fá almenna samstöðu og samráð allra þingflokka og þingmanna, sérstaklega um viðkvæm mál eins og gjaldeyrishöftin og annað slíkt. Það væri betra að fá þetta fyrir fram en að láta setja sig í svona meinþröng eins og hæstv. ríkisstjórn er komin í núna.