139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

fundarstjórn.

[15:35]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Fyrirspurn hv. þm. Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar varðandi fund í utanríkismálanefnd er fullkomlega eðlileg, alveg eins og svar hv. þm. Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utanríkismálanefndar, er óeðlilegt. Ef stjórnarliðar létu hendur standa fram úr ermum í framgangi mála og sinntu þeim verkum sem þeir eiga að vinna, væri það boðleg afsökun að ekki sé tími til fundar í utanríkismálanefnd. Því er ekki til að dreifa. Þess vegna er það fáránlegur fyrirsláttur hjá hv. þingmanni, formanni utanríkismálanefndar, og leggur enn þá meiri áherslu á fyrirspurn Sigmundar Davíðs.