139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:19]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (ber af sér sakir):

Virðulegi forseti. Hér kom hv. þm. Mörður Árnason og kallaði þann sem hér stendur geðveikan, að ég væri geðklofi. Mig langar að biðja hv. þingmann að biðja þá sem eiga við þann sjúkdóm að stríða afsökunar. Það er lítillækkandi — mér finnst það ómögulegt og þingmanninum til ævarandi skammar að draga fólk sem hefur slíkan sjúkdóm inn í þingsali og bera jafnvel aðra þingmenn því að þeir séu haldnir þeim sjúkdómi. Mér finnst þetta algjörlega til skammar fyrir þingmanninn. Hann ætti ekki að biðja mig afsökunar heldur þá sem eiga við þennan sjúkdóm að stríða.