139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:20]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Bæði forseti og hv. þingflokksformaður Framsóknarflokksins hafa misskilið eða rangtúlkað þau orð sem ég hafði hér í frammi. Maður hefur fulla heimild til að nota líkingamál í þessum sal og það hefur verið gert frá því Alþingi var háð í fyrsta sinn, hið nýja Alþingi, fyrir hálfri annarri öld. [Hlátur í þingsal.] Ég endurtek það sem ég sagði (Gripið fram í.) og stend við (Gripið fram í.) það, að það að mæla á móti stefnu síns eigin flokks í tilteknu máli er undarlegur geðklofi í þingflokksformanni. Ég biðst ekki afsökunar á því, heldur skal endurtaka það eins oft og þingflokksformaðurinn vill.

(Forseti (UBK): Forseti vill ítreka að hann biður hv. þingmenn um að gæta orða sinna og mun nú gera hlé á þessum fundi.)