139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[18:22]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka fyrirspurnina. Það er ýmislegt í frumvarpinu sem er alveg hreint ágætt. Sumt af því mætti alveg missa sig, það eru sjálfsagðir hlutir sem er í sjálfu sér óþarfi að færa í lög og hefur myndast venja fyrir í framkvæmd að haga með þeim hætti sem hér á að lögfesta. Annað eru atriði sem eru til þess fallin að ná þeim markmiðum sem hv. þingmaður vísaði til og vitnaði í þessa tilteknu skýrslu. En atriðið sem umdeilt er, 2. gr., hefur ekkert með það að gera að ná aukinni hagkvæmni eða skilvirkni eða neinu slíku. Hið umdeilda atriði sem fólk greinir mest á um á milli stjórnar og stjórnarandstöðu hefur bara með það að gera að færa völd til forsætisráðherra.